LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki.
Hvað er sykursýki?

Um það bil fjögurþúsund og sjöhundruð manns á Íslandi þjást af ólæknandi sjúkdómi sem nefnist sykursýki og sé hann ekki meðhöndlaður rétt getur hann leitt til dauða sjúklings.

Glúkósi er einsykra sem er í blóði og fæst úr fæðu. Það er notað af frumum við framleiðslu orku. Í briskirtli, pancreas eru bæði alfafrumur og betafrumur og framleiða alfafrumurnar glúkagon og betafrumurnar isúlín. Þessi hormón stuðla að homeostasis sykurs í blóði. Eftir sykurríka máltíð lætur insúlín frumur taka við glúkósa og brenna honum og örvar fitusöfnun í fituvef og verður þetta til þess að blóðsykur lækkar. Þá kemur glúkagon sem hindrar frumur í að brenna glúkósa og örvar fitubruna og lifrina í að losa sykur og við þetta hækkar blóðsykur. Ef svo betafrumur langerhanseyja briss minnka eða hætta framleiðslu á hormóninu insúlín kemur fram sykursýki sem þýðir að þá geta ekki frumur líkamans tekið inn sykur (sem þær gera með hjálp insúlíns) og líkaminn fer að brenna fitu og vöðvum.

Sykursýki má skipta í insúlínháða sykursýki og insúlínóháða sykursýki og hér verður einungis fjallað um þessa tvo flokka.

Insúlínháð sykursýki: Þessi tegund sykursýkis leggst aðallega á börn og unglinga. Ónæmiskerfið hjá þeim hefur ráðist gegn betafrumum briss og það verður til þess að bris framleiðir annað hvort lítið eða ekkert insúlín. Þetta verður til þess að frumur geta ekki tekið við glúkósa úr blóði og því þurfa sjúklingar að fá insúlín í æð.

Insúlínóháð sykursýki: Þessi tegund sykusýkis leggst aðallega á fullorðið fólk sem er um og yfir fertugsaldurinn. Í brisi þeirra myndast ekki nógu mikið insúlín, og vegna þess að margir sem þjást af þessari tegund sykursýkis eru of feitir og borða of mikið af sykri. Brisið framleiðir því ekki nóg af insúlíni til þess að mæta öllum þessum sykri og nýrun geta ekki losað allan auka sykur úr þvagi og þá verður þvag sjúklings sætt.


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Edda-Linn Rise.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon6/hvad.htm