LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu.

Botnlangabólga.

Botnlanginn er um 5-7 cm löng tota niður úr botnristlinum. Botnlangabólga verður þegar slím botnlangans kemst ekki út úr honum vegna hindrunnar. Þá eykst þrýstingurinn innan totunnar. Þegar þrýstingurinn er of mikill, hindrar hann eðlilegt blóðflæði og það myndast drep í vefnum. Þá eiga bakteríurnar greiðan aðgang og valda þar bólgu.

Orsakir botnlangabólgu er óþekktar en talið er að hún geti stafað af óreglulegum hægðum sem leiða til myndunar saurtappa í botnristli, æxlisvexti, sýkingum o.fl.

Einkenni eru oft óljós og erfið í greiningu. En þau geta m.a. verið slæmur kviðarverkur við nafla sem leiðir niður í hægri helming kviðar, ef ýtt er á kvið vinstra megin finnst verkur hægra megin, ógleði, uppköst, aukinn púls, hærri hiti, matleiði, hægðatregða og/eða loftteppa.

Fólk með botnlangabólgu er lagt inn og botnlangurinn í þeim fjarlægður með skurðaðgerð. Það fer svo eftir því hversu alvarlegt tilfellið er, hve lengi viðkomandi þarf að liggja inni. Passa verður að aðrir sjúkdómar fylgi ekki í kjölfarið og að skurðsárið sýkist ekki. Oft eru gefin sýklalyf til varnar sýkingum.

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu


Meltingarvefurinn. Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu.
Höfundar: Hildigunnur Kristinsdóttir og Rakel Grettisdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting3/bbolga.htm