LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu.

Lifrarbólga.

Lifrarbólga er smitsjúkdómur af völdum lifrarbólguveiru A, B eða C. Sjúkdómurinn er oftast bráður en til er sjaldgæf langvarandi lifrarbólga sem stafar af sjálfsnæmi í kjölfar sýkinga. Sýkingin veldur bólgu og vefjaskemmdum í lifrinni.

Lifrarbólga A ræktast í saur manna og smitast með saurmenguðum matvælum og vatni. Meðgöngutími A-veirunnar er um einn mánuður.

Lifrarbólga B ræktast eingöngu í blóði sjúklingsins og bers því með blóði. Smitast líkt og alnæmi, þ.e. með kynmökum, menguðum sprautunálum og blóðgjöf. B-veiran er bráðsmitandi og er meðgöngutími hennar um tveir til sex mánuðir.

Lifrarbólga C er eins og B nema hættulegri og getur einnig smitast með gömlu blóði. Tíminn frá smiti að einkennum getur verið frá einum mánuði uppí þrjá mánuði, en margir þeirra sem smitast fá engin augljós einkenni.

Helstu einkenni lifrarbólgu má sjá á myndinni hér að neðan.

Lifrarbólga:
Lifrarbólga.

Flestir eru alllengi að ná fullum bata.

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu


Meltingarvefurinn. Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu.
Höfundar: Hildigunnur Kristinsdóttir og Rakel Grettisdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting3/lbolga.htm