LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu.

Magasár.

Magasár er sár eða vefjalöskun á slímhimnu magans eða skeifugarnarinnar. Afbrigði af magasári er blæðandi magasár.
Flest magasár orsakast af bakteríu er nefnist Helicobacter pylori. En það er gram-neikvæð baktería, náskyld Campylobacter-bakteríunni sem veldur svo oft matar-sýkingum. Helicobacter pylori bakterían þrífst vel í magaslímhúðinni og truflar þar efnaskipti hennar sem gerir hana viðkvæmari fyrir áreitum. Aðrar þekktar orsakir eru m.a. ættgengi, áfengisneysla, lyfjaneysla, óholl fæða, óreglulegt mataræði, gallerting, reykingar og stress.
Einkenni magasárs geta verið mörg og mismunandi en þau helstu eru óþægilegur verkur eða sviði frá kviðarholi, eða þrýstingur frá þind sem kemur oftast skömmu eftir máltíð. Einkennin eru stundum árstíðabundin, brjóstsviði, óþægindi við kyngingu, lystarleysi, megurð, uppköst og sortusaur. Ef um blæðandi magasár er að ræða má bæta við einkennum eins og blóðug uppköst, blóðugur saur með sætsúrri lykt, lækkaður blóðþrýstingur, hraður púls, þvöl húð og óstöðug meðvitund. Magasár:
Magasár.

Til að vera viss um að fólk sé með magasár þarf það að leita til sérfræðings í meltingarfærasjúkdómum sem sér svo um að senda það í rannsóknir t.d. magaspeglun og röntgenmyndatöku.
Yfirleitt eru gefin lyf við magasárum og það eru til nokkrar tegundir af lyfjum sem eru gefin þannig að það fer eftir orsökum og alvarleika magasársins hvaða lyf er gefið hverju sinni. Oftast er hægt að lækna magasár með lyfjagjöf en þó kemur það fyrir að það þarf að grípa til skurðaðgerðar.

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu


Meltingarvefurinn. Ýmsir sjúkdómar í meltingarkerfinu.
Höfundar: Hildigunnur Kristinsdóttir og Rakel Grettisdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting3/magsar.htm