Meltingarvefurinn

Tennurnar:

  1. Tennurnar » dentes
Tannskemmdir:  Holur og tannáta myndast þegar gerlar (bakteríur) á tannbyrðinu mynda sýrur úr kolvetnum í fæðunni sem tæra glerunginn.  Síðan ráðast sýklarnir á tannbeinið og tannkvikan sýkist.  Þá fær fólk tannpínu.  Fyrstu einkennin eru stingandi verkur við kulda, hita eða neyslu sætinda.
Tannkýli
er graftrarmyndun í kjálkabeini, þegar tannkvikusýking hefur teygt sig niður í rótarholið og ígrein brýst út í kjálkabeinið og upp íkjálkaholur.  Í síðara tilvikinu getur slímhúðin bólgnað og valdið sársaukafullri kjálkaholubólgu. 
Fyrstu merki
tannslíðurbólgu eru blæðandi tannhold og andfýla.  Tannsteinn myndast í tannholdsvösunum, sem dýpka þegar slímhimnan sýkist.  Tennurnar losna ef ekki er að gert. 
Tannsteinn myndast af kalki ú munnvatninu og sest í gerlahreiður á tannkrónunni.