|
4. Magasjúkdómar 4.1. Magabólga hefur sjaldan í för með sér breytingar á slímhúð magans. Magabólga á sér oftast rætur í taugaveiklun en getur einnig stafað af ofkrydduðum mat, matareitrun eða einstaka lyfjum. Langvarandi áfengisneysla getur einnig leitt til varanlegrar magabólgu. Óreglulegar máltíðir og streita bæta ekki úr skák. Algengustu einkenni eru lystarleysi og klígja, einkum að morgni. Maginn virðist þembinn og sár við þuklun.
4.2. Magasár koma á innra byrði magapokans eða á skeifugörn, þegar varnarkerfið breytist við það að safamyndunin í slímhúð magans er ekki eðlileg. Þá getur saltsýran í magasafanum myndað sár. Sé engin saltsýra í magasafanum myndast ekki sár. Augljós tengsl eru á milli magasárs og streitu. Reykingar hafa líka áhrif.
4.3. Magakrabbi er sjaldgæfur fyrir fertugt. Æxlið vex annað hvort inn í magavegginn eða stilkæxli fyllir út í magann.
|
|