Meltingarvefurinn

Lifur og gallgöng:

5.  Lifur og gallgöng » hepar
   5.1 Lifrin sem eyðir mörgum eiturefnum hefur mikla afkastagetu umfram þarfir.  Líkaminn getur gert við laskaðar lifrarfrumur, en langvarandi álag af skaðlegum efnum getur valdið varanlegum skemmdum.
Framan af verður staðbundið tjón á lifrarfrumum ekki greint af neinum sjúkdómseinkennum heldur aðeins með blóðprófi.  Meiri háttar lifrarskemmdir valda hins vegar þreytu, lystarleysi og vanlíðan.
Geti lifrin ekki framleitt nægilega mikið gall, safnast galllitarefnin fyrir í blóði og vefjum og þá kemur fram gula.
Fyrsta einkenni
gulu er að augnhvítan verður gulleit eða gulbrún, og síðan breiðist þessi litur um slímhúð og hörund.  Kláða verður vart áður en gulan kemur í ljós.  Veirusýkingar í lifrinni (bólga og gulusótt) geta valdið tímabundinni gulu.
Áfengisskemmdir í lifur koma fyrst fram sem þroti og fitusöfnun í lifrarfrumum, en síðar -  ef áfengisneyslunni er ekki hætt - í frumudauða og bandvefsbreytingum, sem geta leitt til
skorpulifrar.
Gallsteinar eru sölt o.fl. sem safnast í gallblöðru.  Sjúkdómurinn er tíðari hjá konum en körlum.  Hætta á myndun gallsteina vex með aldri, en um 90% þeirra sem hafa gallsteina verða þeirra ekki varir.
   5.2. Sjúkdómar í brisi
Brisbólga
(pancreatitis) getur birst sem bráður sjúkdómur með sárum magaverkjum, uppköstum og sótthita.  Kirtillinn sýkist þá af sínum eigin eggjahvítukljúfum og við það dregur úr starfsemi hans.  Þrálát bólga og rýrt starf kirtilsins veldur meltingartruflun.  Fituefni sem ganga óklofin niður valda miklum og lausum hægðum.
Lúti insúlinfrumur kirtilsins einnig í lægra haldi getur það valdið sykursýki.
           
Krabbi í brisi greinist sjaldan nógu snemma, enda er sjúkdómurinn einkennalaus fyrst í stað, en þegar frá líður koma dreifðir verkir í maga, megrun og þreyta.  Lokist gallgöngin kemur gula.