Meltingarvefurinn

Ristilkvillar:

7.  Ristilkvillar
   7.1.Hægðartregða. 
Það er jafneðlilegt að hafa hægðir þrisvar á dag sem þriðja hvern dag.  Ástand hægðanna skiptir meira máli en tíðni þeirra.  Meðan þarmarnir tæmast nokkurn veginn reglulega og vandkvæða laust þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Hægðartregða kemur af því að hægðirnar eru harðari en eðlilegt er.  Það getur sumpart stafað af hægagangi í ristlinum, sem sýgur meiri vökva úr þeim en góðu hófi gegnir, eða þá af tregðu í endaþarmi.  Óheppilegar venjur þegar á unglingsaldri geta stuðlað að varanlegri hægðartregðu.
  Mun algengari eru einstök tilfelli, sem bundin eru umhverfisbreytingum, mataræði eða eftirköstum sjúkdóms og rúmlegu.  En hægðatregða getur líka verið einkenni langærrar bólgu æxla og annarra sjúkdóma í þarmaveggjum eða öðrum líffærum í kviðarholi.
Harður hægðakökkur sem situr lengi í endaþarmi veldur ertingu í slímhúð.  Þá getur tíð hægðaþörf sagt til sín og slímkenndur niðurgangur tekið við.

   
7.2. Ristilkvillar af taugaveiklun eru mjög algengir.  Einkennin eru margslungin en oftast eru eitt eða fleirri eftirtalinna atriða í þeirri mynd: verkir, garnagaul, þembukennd í maga, vanlíðan og lystarleysi, ýmist harðlífi eða niðurgangur.  Þess á milli eru alveg einkennalaus tímabil.
Þetta eru oftast aðeins smávægilegar starfstruflanir í meltingarveginum og orsakir einhvers konar taugaveiklun og líðanin versnar oft við aukið álag eða streitu.