[Frumulífræði] / [Umfrymi]

3.1. Umfrymi, frymisnet.

Bygging: Frymisnetið kvíslast um allt umfrymið og tengist það frumuhimnunni á ýmsum stöðum og það er sömu gerðar og frumuhimnan.

Hlutverk: Umfrymið sér um flutning efna innan frumunnar og einnig til og frá ytra umhverfi hennar. Frymisnetið skiptir frumunni niður í hólf.

Til eru tvær gerðir frymisnets:

a. Slétt frymisnet, þar myndast lípíðefni, t.d. frumuhimnur. Í vöðvafrumum sér slétta frymisnetið um flutning samdráttarboða frá frumuhimnunni og inn í frumuna. Í lifrarfrumum sér slétta frymisnetið um afeitrun lyfja.
b. Kornótt frymisnet (gróft frymisnet), kornótt áferð netsins stafar af frumulíffærum sem nefnast ríbósóm sem eru áföst netinu. Ríbósóm þessi mynda prótein, aðallega ætluð til útflutnings. Kornótt frymisnet eru mjög áberandi í kirtilfrumum sem seyta próteinríkum afurðum svo sem ensímum og ýmsum hormónum.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001