[Frumulíffræði]

5. Dæmigerð bakteríufruma.

Dreifkjörnungar (vankjörnungar) eru frumur án kjarna. Til þeirra teljast gerlar (bakteríur) og blágrænþörungar (blágerlar). Gerlarnir eru ófrumbjarga, en blágerlarnir eru frumbjarga.

Gerlar og blágrænþörungar eru einfaldar frumur án kjarna og annarra frumulíffæra, þó finnast í þeim ríbósóm. Erfðaefni þeirra er ein hringlaga DNA sameind sem liggur óvarin í umfryminu. Utan um frumur þeirra er frumuveggur (bakteríuveggur) úr glýkópróteinum. Margir gerlar hafa slímhjúp utan um frumuvegginn.

Sýklalyf koma í veg fyrir að gerlar geti myndað frumuvegg þegar þær skipta sér og án frumuveggjarins eru gerlarnir berskjaldaðir fyrir óvinum, eins og átfrumum og ónæmisfrumum.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001