[Frumulífræði] / [Umfrymi]

3.8. Umfrymi, grænukorn.

Bygging: Grænukorn eru ásamt hvatberum stærstu frumulíffærin, ef frá eru talin kjarninn og stærstu safabólurnar. Grænukorn eru disklaga frumulíffæri, 4-6 míkrómetrar í þvermál. Þau eru gerð úr flóknu himnukerfi og á þessar himnur raðast þau ensím og kóensím sem nauðsynleg eru til starfsemi grænukornanna. Grænukornin innihalda lífrænt efni sem nefnist laufgræna (blaðgræna eða chlorophyll). Grænukorn líkt og hvatberar innihalda sitt eigið erfðaefni, eina hringlag DNA sameind sem liggur óvarin í umfryminu.

Hlutverk: Í grænukornum fer fram ljóstillífun, það er virkjun orku ljóss til nýmyndunar á lífrænu efni úr ólífrænu. Það er laufgrænan sem beislar orku ljóss og gerir plöntunni kleift að nýta orku þess til efnahvarfa ljóstillífunar. 

Við ljóstillífunina fellur til súrefni sem úrgangur. Grænukornin eru því frum uppspretta alls lífræns efnis á jörðunni og þess súrefnis (O2) sem er í andrúmsloftinu.

Heildarefnahvarf ljóstillífunar:

Grænukorn finnast eingöngu í plöntufrumum.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001