[Frumulífræði]

4. Kjarni.

Bygging: Stórt hnöttótt frumulíffæri, umkringt kjarnahimnu. Kjarninn er oftast í miðri frumunni, með örfáum undantekningum þó, eins og til dæmis í plöntufrumum þar sem safabólan er í miðri frumunni og ýtir hún kjarnanum til hliðar, einnig eru kjarnar rákóttra vöðvafruma út við frumuhimnuna en þær eru margkjarna.

Hlutverk: Kjarninn er stjórnstöð frumunnar, þar er erfðaefnið sjálft, DNA, geymt. Í kjarna eru frumulíffæri sem heita kjarnakorn og litningar.

Eftirtalin frumulíffæri eru í kjarna:
  1. Kjarnakorn.
  2. Litningar.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001