[Frumulífræði] / [Umfrymi]

3.5. Umfrymi, leysikorn.

Bygging og hlutverk: Leysikorn (leysibólur) eru mynduð af Golgifléttum og þær innihalda meltingarensím sem sundra frumuhlutum sem ekki eru lengur notuð. Í dauðvona frumum sprynga leysikorn og ensímin vella út og eyðileggja frumuna. Í miklu svelti taka leysikornin til við að eyða frumulíffærum. Talið er að öldrunarferlið megi að hluta til rekja til lekra leysikorna. Leysikorn hafa verið kallaðir sjálfsmorðssekkir frumunnar. Leysikorn eru mun algengari í dýrafrumum en plöntufrumum.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001