[Frumulífræði] / [Umfrymi]

3.10. Umfrymi, örpíplur og örþráðlingar.

Bygging: Örpíplurnar eru himnulausar holar píplur, gerðar úr próteinum. Örþráðlingarnir eru himnulausir próteinþræðir.

Hlutverk: Örpíplur og örþráðlingar eru hluti af stoðkerfi frumunnar. Þessir þræðir taka þátt í hreyfingum umfrymisins og móta lögun frumunnar. Spóluþræðirnir sem stjórna hreyfingum litninganna við frumuskiptingu eru gerðir úr örpíplum. Örpíplur taka þátt í myndun bifhára og svipa.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001