[Frumulífræði] / [Umfrymi]

3.2. Umfrymi, ríbósóm.

Bygging: Ríbósóm (netkorn eða ríplur) eru örsmá korn, gerð úr kjarnsýrunni RNA og próteinum. Þau eru mynduð í kjarnakornum kjarnans, en flutt út í umfrymið í gegnum göt á kjarnhimnunni.

Hlutverk: Í ríbósómum fer fram próteinmyndun.

Ríbósómum er skipt í tvennt:

a. Sum ríbósóm eru "frjáls" í umfyrminu, þau mynda prótein sem fruman notar sjálf.
b. Önnur eru tengd frymisnetinu og mynda þau prótein sem ætluð eru til útflutnings.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001