[Frumulífræði] / [Umfrymi]

3.4. Umfrymi, seytibólur.

Bygging og hlutverk: Seytibólur eru myndaðar af Golgikerfum. Þær eru gerðar úr frymishimnu líkt og frumuhimnan og Golgikerfið. Þær innihalda ýmis efni sem ætluð eru til útflutnings, til dæmis hormón eða meltingarensím. Talað er um að slíkar frumur seyti hormónum eða meltingarensímum. Kirtilfrumur innihalda mikið af seytibólum, til dæmis frumur skjaldkirtils og frumur Langerhanseyja briss.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001