[Frumulífræði]

1. Frumuveggur.

Bygging: Frumuveggrinn liggur utan við frumuhimnu plöntufruma. Hann verður til við seyti efna úr umfryminu. Frumuveggurinn er gerður úr hlaupkenndu efni sem nefnist pektín og harðara efni sem nefnist beðmi eða sellulósi. Beðmi er fjölsykrusameind gerð úr glúkósasameindum.

Hlutverk: Frumuveggurinn er styrktarefni plöntufrumunnar. Vegna frumuveggjarins hafa plöntufrumur fasta lögun, en dýrafrumur sem ekki hafa frumuvegg breyta auðveldlega um lögun.


NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001