Dreifkjarnafrumur - Dreifkjörnungar

Eru minni að gerð en kjarnafrumur og einfaldari að gerð.
Í Dreifkjarnafrumu er enginn afmarkaður kjarni, erfðaefnið sem er í mörgum litningum í kjarnanum í heilkjarnafrumu er í dreifkjarnafrumu yfirleitt allt í einum litningi.
Netkorn eru laus því það er ekkert frymisnet.
Öndunarkerfið er í frumuhimnunni og vantar jafnvel alveg í sumar bakteríur (sem nýta ekki súrefni)
Sumar bakteríur geta framleitt fæðuefni með hjálp sólarljóss eins og plöntur.
Þess má geta að jörðin er um 4600 milljón ára og elstu merki um líf á jörð eru steingervingar af bakteríum frá því fyrir um 3800 milljón árum.