9. verkefni – Erfðatækni

 

Markmið verkefnis að nemendur:

 

-         geri grein fyrir því hvað átt er við með hugtakinu  klónun og möguleikum hennar.

-         geri grein fyrir hvað átt er við með erfðabreyttum matvælum, kostum þeirra og göllum.

-         leiti upplýsinga og vinni úr þeim.

-         sýni ábyrgð og samvinnu í hópavinnu.

-         ræði viðfangsefni í hópum og taki rökstudda afstöðu.

 

Nemendur vinna saman í 3ja manna hópum. 

Í fyrstu eiga nemendur að skrifa niður allt sem þeim dettur í hug varðandi klónun og erfðabreytt matvæli.

Heimildum verður síðan úthlutað og einnig er þess krafist að nemendur leiti upplýsinga á netinu og á bókasafni.

Nemendur eiga að skila greinargerð ( miðað við 1 bls.) um viðfangsefnin tvö, klónun og erfðabreytt matvæli.

Skil í síðasta lagi fimmtudaginn 18. nóvember.

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla - María Björg Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristmannsdóttir