Til baka
 
Vefleiðangur um frumur í 
Nát 103
Verkefni 2
Kynning   Verkefni   Bjargir    Ferli     Verkefnalisti   Mat  Niðurstaða

 

Kynning

Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Þær eru önnum kafnar við að sinna hinum ýmsu störfum svo sem orkuvinnslu, uppbyggingu, fjölgun og úrgangslosun.  Líkaminn er nokkurs konar verksmiðja og frumurnar eru starfsmennirnir!  Markmiðið með þessum vefleiðangri er að kynnast þessum frumum, þeim einingum sem þær eru gerðar úr og hvernig þær starfa.

Verkefni

Fruman er minnsta eining lífsins og sinnir öllum sínum störfum sjálf. Hvernig fer hún að þessu? Verkefni þitt er að komast að því og skrifa myndskreytta greinargerð og skila í annarlok.

Vertu viss um að eftirfarandi hugtök komi fram: Heilkjörnungar, dreifkjörnungar, plöntufrumur, dýrafrumur, frumuveggur, frumuhimna, umfrymi, hvatberar, hrjúft og slétt frymisnet, frymisflétta (Golgiflétta), deilikorn, leysikorn, netkorn, korn, bólur, grænukorn, kjarni, litningar, kjarnakorn, kjarnahimna, erfðaefnið

Bjargir

Byrjaðu á að skoða nokkrar myndir af mismunandi frumum:

http://www.cellsalive.com/

http://personal.tmlp.com/jimr57/tour/cell/cell.htm

http://ampere.scale.uiuc.edu/~m-lexa/cell/cell.html

http://micro.magnet.fsu.edu/cells/animals/animalmodel.html

http://www.icnet.uk/kids/cellsrus/cellsrus.html

 

Frumulíffærin eru sérstaklega til athugunar hér:

http://www.hsv.k12.al.us/schools/middle/wtms/student/ian/Organells.html

http://biology.about.com/cs/cellanatomy1/
 

 

Hvernig væri að fá að lesa eitthvað um frumulíffærin á íslensku!

http://www2.fa.is/deildir/liffraedi/nat103/01h/cella/
 

 

Hvaða munur er á plöntu- og dýrafrumum?

http://sun.menloschool.org/~birchler/cells/

http://biology.about.com/library/weekly/aa022201a.htm?once=true&
 

Kannið þekkingu ykkar á frumunni:

http://www.biology.arizona.edu/cell_bio/tutorials/pev/problems.html

http://library.thinkquest.org/3564/     Hér er auk þess margt fleira skemmtilegt!

Farið inn á leitarvefi og sláið inn leitarorð sem tengjast verkefni ykkar:

http://leit.is/

http://google.com

Þessi síða gæti einnig nýst ykkur við verkefnið,  Brittanica online: á hvar http://hvar.is

Einnig er fjallað um frumuna í 3. kafla kennslubókarinnar og um lífefnafræði í 2. kafla.

Á bókasöfnum eru bækur og tímarit fyrir þetta verkefni.

Ferli

Byrjaðu á að afla þér upplýsinga um viðfangsefnið.  Notaðu kennslubókina, bókasafnið og netið.  Skrifaðu niður það sem þér finnst markvert og mundu að skrá niður allar heimildir sem þú notar. Sjá um skráningu heimilda í bók sem nefnist Handbók um ritun og frágang. 

Dragðu saman aðalatriði í greinargerð.  Vandaðu frágang eftir bestu getu.  Mundu að myndskreyta, skipta textanum niður í kafla og hafa kaflafyrirsagnir.  Vitnaðu í myndir í texta og birtu texta með myndum (eins og gert er í kennslubókinni).  Lestu textann vandlega yfir og hafðu í huga að gæði eru betri en magn.  Forðastu innsláttar- og stafsetningavillur.  Birtu heimildaskrá.

Mat

Matið verður byggt á: 

efnistökum (60%), 
frágangi (30%) og 
heimildaskráningu. (10%)
Niðurstaða

Eftir að hafa tekið þátt í þessum vefleiðangri ert þú án efa mun fróðari um frumur og frumulíffæri og byggingarefni þeirra,  um sjálfan þig og aðrar lífverur jarðar.  Þú veist væntanlega meira um lífið sjálft en þú vissir áður, hversu flókið það er, en þó samt svo einfalt...............................


Sigurlaug Kristmannsdóttir