Verkefni 7: Dýraríkið


  • Markmið: 
    • Að nemendur afli sér  þekkingar um dýraríkið.  
    • Að nemendur læri að afla upplýsinga, vinna úr þeim og kynna fyrir öðrum. 
  • Framkvæmd: 
    • Byrjið á að mynda hópa, vinnið saman 2-4.  Hver hópur velur sér hópstjóra, sem skrifar niður nöfn og símanúmer allra í hópnum.  Hópstjórinn ber síðan ábyrgð á því að virkja alla einstaklinga hópsins jafnt og að verkefnið verði tilbúið í tæka tíð. Athugið að allir hópar þurfa að vera tilbúnir með verkefnið í þriðju eða fjórðu kennslustund vikunnar.
    • Hver hópur fjallar um einn flokk hryggdýra eða liðdýra.  Skiptið á milli ykkur verkum og byrjið að afla heimilda.  Mikilvægt er að notaðar séu a.m.k tvær heimildir, auk kennslubókar, við gerð hvers verkefnis. 
    • Skrifið um almenn einkenni flokksins og þann breytileika sem er að finna innan hans.  Hvar þessi dýr lifa dýr og hvernig lifnaðarhættir þeirra eru.  Veljið síðan eina dýrategund sem tilheyrir flokknum og segið frá henni.
    • Hver hópur flytur stuttan fyrirlestur um sitt efni (ca. 10 mín) og flytur í 3. eða 4. tíma þessarar viku.  Hverjum fyrirlestri þurfa að fylgja glærur.  Allir meðlimir hópsins þurfa að taka þátt í flutningi efnisins.
    • Skilið til kennara glærunum og efnisyfirliti yfir fyrirlesturinn.
  • Mat:
    • Við mat á verkefni verður farið eftir efni fyrirlesturs og flutningi og gerð glæra.  Samvinna hópmeðlima við vinnslu og flutning á verkefni verður einnig tekin með í reikninginn.


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, mars 2002
Kennarar: 
María Björg Kristjánsdóttir mailto:maria@fa.is , Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@fa.is og Sólveig Margrét Ólafsdóttir ifm@binet.is
http://www2.fa.is/deildir/liffraedi/nat103/02v/sigurlaug@fa.is