[Aðalsíða] / [Líf,
kennsluáætlun 1.-3. viku]
Verkefni 2: Mælingar og úrvinnsla á gögnum
Markmið:
- Að nemendur kynnist mælingum, úrvinnslu
gagna og framsetningu þeirra á myndrænan hátt.
- Að nemendur læri að gera skýrslu um
líffræðileg viðfangsefni.
Framkvæmd:
- Mælið lengd annarrar kjúku á löngutöng
vinstri handar og skráið niður.
- Setjið niðurstöður mælinga hjá öllum í
hópnum í töflu. Gerið annars vegar töflu fyrir kjúkulengd stráka
og hins vegar töflu fyrir kjúkulengd stelpna.
- Setjið fram þá tilgátu að karlmenn séu
að meðaltali með lengri aðra kjúku á vinstri hönd en
konur.
- Reiknið meðal kjúkulengd stelpna og
stráka.
Úrvinnsla:
- Teiknið stöplarit sem sýnir
stærðardreifingu kjúkulengdar hjá stelpum og strákum.
- Reiknið % mun á meðaltali kjúkulengdar
stráka og stelpna.
Skýrsla:
Skrifið skýrslu með eftirtöldum köflum,
sjá nánar um skýrslugerð:
- Inngangur. Gerið grein fyrir
tilgátunni sem sett er fram.
- Efni og tæki. Gerið skrá yfir
efni og tæki sem notuð eru við mælingar.
- Framkvæmd. Lýsið framkvæmd
mælinga.
- Niðurstöður. Hér á að birta
niðurstöður mælinga í töflum (það er niðurstöður flokkaðar eftir
stærðarflokkum) og meðaltöl kjúkulengdar hjá strákum og
stelpum.
- Úrvinnsla. Hér birtast
stöplaritin og útreikningar á % mun á meðaltali kjúkulengdar hjá
strákum og stelpum.
- Túlkun niðurstaða. Fjallið um það
hvort niðurstöður mælinga styðja tilgátuna eða ekki.
- Skekkjur og mat. Er möguleiki að
skekkjur í mælingum geti haft áhrif á niðurstöður?
Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ágúst
2003
Kennarar: María Björg Kristjánsdóttir
maria@fa.is og Sigurlaug Kristmannsdóttir
sigurlaug@fa.is
Höfundaréttaráminning |