Fjölbrautaskólinn við Ármúla, NÁT 103

5. Verkefni (5%) – Frumur

Skilafrestur:...................

 

Allar lífverur eru gerðar úr frumum.  Þær eru önnum kafnar við að sinna hinum ýmsu störfum svo sem orkuvinnslu, uppbyggingu, fjölgun og úrgangslosun. Líkaminn er verksmiðja og frumurnar eru starfsmennirnir!

Markmiðið með þessum verkefni er að kynnast þessum frumum og þeim einingum sem þær eru gerðar úr.

Ykkar verkefni er að skrifa blaðagrein um frumur. Lesendahópur blaðsins sem þið starfið hjá veit lítið sem ekkert um gerð og starfsemi frumunnar svo þið þurfið því að nota einfalt mál og vera skýr í framsetningu. Munið að myndir segja meira en mörg orð!

Blaðagreinin getur verið greinargerð, skýringarmynd, saga, ljóð, myndasaga eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug og lengd hennar á að vera ein til tvær bls. þar sem efninu er skipt í tvo kafla:

  1. Fruman sem starfseining
  • Fruman er minnsta eining lífsins og sinnir öllum sínum störfum sjálf. Hvernig fer hún að þessu?
  1. Eitthvað af neðantöldu
  • Krabbamein
  • Stofnfrumur
  • Dreifkjörnungar
  • Frumur í taugakerfi
  • Blóðfrumur

Gleymið ekki heimildalistanum né að fylgja settum reglum um frágang og meðferð mynda og taflna! Sjá um skráningu heimilda á heimasíðu Sögudeildar FÁ

Mat á verkefninu

  • Frágangur 20%
  • Efnistök 70%
  • Heimildalisti 10%

Netheimildir sem hægt er að nýta í verkefninu

http://www.cellsalive.com/

http://personal.tmlp.com/jimr57/tour/cell/cell.htm

 

http://micro.magnet.fsu.edu/cells/animals/animalmodel.html

 

http://www.icnet.uk/kids/cellsrus/cellsrus.html

Frumulíffærin eru sérstaklega til athugunar hér:

http://www.hsv.k12.al.us/schools/middle/wtms/student/ian/Organells.html

http://biology.about.com/cs/cellanatomy1/

Hvernig væri að fá að lesa eitthvað um frumulíffærin á íslensku!

http://www2.fa.is/deildir/liffraedi/nat103/01h/cella/ 

Hvaða munur er á plöntu- og dýrafrumum?

http://sun.menloschool.org/~birchler/cells/

http://biology.about.com/library/weekly/aa022201a.htm?once=true&

Kannið þekkingu ykkar á frumunni:

http://www.biology.arizona.edu/cell_bio/tutorials/pev/problems.html

http://library.thinkquest.org/3564/    

 

 

 
Til að ná í myndir á netinu: skoðið þá þetta skjal.

 

 

 



Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003
Kennarar:  Guðfinna Björg Kristjánsdóttir gbs@fa.is, María Björg Kristjánsdóttir maria@fa.is og Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@fa.is - Höfundarréttaráminning