7.  verkefni – Rallý úr 8. kafla

 

Vinnið saman tvö og tvö.  Svarið eftirtöldum spurningum og skilið í síðasta tíma vikunnar.  Þeir sem skila á réttum tíma fá fullt hús stiga.  Ekki verður tekið við verkefnum eftir síðasta skiladag.

 

1)     Litningar eru gerðir úr..............................og ..............................

2)     Hvert er hlutverk DNA sameindarinnar?

3)     Hver er munurinn á litningi og geni?

4)     Hvað eru samstæðir litningar?

5)     Hvað eru samsæt gen?

6)     DNA er gert úr .......................... og .......................... og ............................

7)     Hve mörg eru litningapör  mannsins?

8)     Hver er munurinn á einlitna og tvíltina frumum?  Hvaða frumur í mannslíkamanum eru einlitna og hvaða frumur eru tvílitna?

9)     Tvílitna fruma 2n = 10 skiptist mítósuskiptingu:

a)     Hve margir litningar eru í prófasa ?

b)     Í hvaða fasa aðskiljast litningsþræðir?

c)      Hve margar dótturfrumur myndast?

d)     Hve marga litninga innihalda dótturfrumurnar?

10) Hvaða frumur myndast við meiósuskiptingu?

11) Nefndu dæmi um erfðagalla sem verður vegna mistaka í meiósu.

12) Hver er kallaður faðir erfðafræðinnar?

a)     Hvenær var hann uppi?

b)     Hvaða lífveru notaði hann helst í rannsóknum sínum?

13) Tveir berar albínóagenssins eignast saman barn. Hvaða líkur eru á því að barnið verði albínói?

14) Jón og Gunna eru bæði í A – blóðflokki. Það er útilokað að barn þeirra verði í O – blóðflokkið. Rökstyðjið.

15) Hvað er átt við með kyntengdum erfðum?

16) Nefndu dæmi um sjúkdóm sem stafar af gölluðu geni á X – litningi.

17) Skilgreindu hugtakið stökkbreyting.  Hvaða þættir geta valdið stökkbreytingu?

18) Hvað er krabbamein?

19) Hvernig var “Dollý” klónuð?

20) Hvað eru erfðabreytt matvæli?  Nefndu 2 kosti og 2 galla við erfðabreytt matvæli.  Lýstu því hvernig matvælum er erfðabreytt.