NÁT 103 - verkefni 10
Vistvæn ferðamennska

Til baka á aðalsíðu / Verkefni nemenda


 

Markmið:

·        Að nemendur afli sér þekkingar um vistvæna ferðamennsku

·        Að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum við öflun upplýsinga og notkun þeirra við lausn flókinna viðfangsefna

·        Að nemendur þjálfist í framsetningu upplýsinga

·        Að nemendur læri að vinna með öðrum

 

Verkefni:


Skipulega skal vinna að því að markaðssetja landið sem hreint og ómengað ferðamannaland
(Stefnumótun í ferðaþjónustu frá samgönguráðuneytinu)

 

Verkefnið tengist þessari fullyrðingu, hvað felst í henni og hvernig vinna má að þessu markmiði.

 

Framkvæmd:

Við verkefnið verða notaðar aðferðir lausnaleitarnáms, sjá http://www.pbl.is
 

1.      kennslustund:  Myndið 5 manna vinnuhópa.

·        Nátturuvernd, nýting auðlinda

·        Mengun, mengunarvarnir

·        Neysla, úrgangur, endurvinnsla

·        Lífræn búskapur, vistvænn búskapur

·        Sjálfbær þróun, Ríó-sáttmálinn, staðardagskrá 21

Skrifið niður það sem þið vitið um hvert þessara viðfangsefna.  Mikilvægt er að allir nemendur hvers hóps skrifi niður alla punkta sem hópurinn kemur með.  Í þetta verkefni fáið þið 30 mínútur.

 

Hver einstaklingur velur sér eitt af þessum fimm viðfangsefnum sem sérsvið.  Sérfræðingar um hvert þessara viðfangsefna koma saman og bera saman bækur sínar (sérfræðingahópar).

 

2.      kennslustund:  Sérfræðingahópar um viðfangsefnin fimm koma saman og reyna að leita lausna á sínum viðfangsefnum.  Nýtið kennslubókina sem heimild og einnig ljósrit frá kennara.  Hver sérfræðihópur skilar greinargerð til kennara í lok tímans og gildir greinargerðin 20% af lokaeinkunn.

 

3.      kennslustund:  Vinnuhópar koma saman og hver sérfræðingur segir frá niðurstöðum síns hóps. Hver vinnuhópur kynnir sér vistvæna ferðamennsku og velur í samráði við kennara eitthvað efni sem tengist því viðfangsefni og skrifar um það greinargerð. Greinargerðin á að vera glærusýning (Power-point) á ensku (4-6 glærur) því við ætlum að kynna verkefnið á erlendri grundu.  Verkefnið er liður í Comeníusar verkefni sem skólinn tekur þátt í og fjallar um vistvæna  ferðamennsku.  Vandið frágang og leggið áherslu á gæði efnis en ekki magn.

 

4.      kennslustund:  Vinnuhópar koma saman og semja greinargerð um vistvæna ferðamensku. 

 

5.      kennslustund:  Vinnuhópar koma saman og semja greinargerð um vistvæna ferðamensku, enskukennari hjálpar til við þá vinnu. Myndir teknar í skólastarfi 28. apríl 2004. 

 

6.      kennslustund:  Verkefnum skilað og þau kynnt fyrir samnemendum. Síða með verkefnum nemenda.

 

Mat:

1.      Niðurstöður sérfræðihóps (20%)

2.      Greinargerð (60%)

3.      Mæting í kennslustundir (20%)



Fjölbrautaskólinn við ÁrmúlaMaría Björg Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristmannsdóttir, apríl 2004 - Höfundarréttaráminning