|
Stöð 1 Hvatberar |
Myndin sýnir hvatbera.
Hvatberar eru frumulíffæri í öllum
kjarnafrumum, þar með töldum plöntu- og dýrafrumum. Í hvatberum fer fram frumuöndun. Í kennslubókinni á bls. 56-57 er gerð grein
fyrir starfseminni sem fer fram í hvatberum, sjá einnig töflu á bls. 53.
1.
Gerðu grein fyrir þeirri starfsemi sem fer fram í hvatberum.
2.
Lýstu byggingu hvatbera.
|
Stöð 2 Grænukorn |
Myndin sýnir grænukorn.
Grænukorn er frumulíffæri sem aðeins er að
finna í plöntufrumum. Í kennslubókinni á
bls. 57-58 og 59 er fjallað um starfsemi þeirra, sjá einnig töflu á
bls.53.
1.
Gerðu grein fyrir þeirri starfsemi sem fer fram í grænukornum.
2.
Hvað er blaðgræna (laufgræna)?
|
Stöð 3 Dreifkjarnafrumur |
Myndin sýnir bakteríu (geril)
Bakteríur (gerlar) eru
dreifkjarnafrumur. Í kennslubókinni á
bls. 62-64 er sagt frá þeim.
|
Stöð 4 Ensím |
Myndin sýnir ensím.
Ensím eru sérhæfð
prótín. Í kennslubókinni á bls. 40 er gerð grein fyrir þeim.
|
Stöð 5 Uppruni lífsins |
Myndin er af frumverum
Allar
frumur eru gerðar úr frumum og allar frumur eru í veigamiklum atriðum sömu
gerðar. Í kennslubókinni á bls. 64 er
fjallað um fyrstu lífverur jarðar.
|
Stöð 6 Erfðaefnið |
Myndin sýnir frumukjarna, litninga og erfðaefnið DNA
Þér er boðið í ferðalag inn í
húðfrumu til að hitta fyrirbæri sem kölluð eru litningar. Skoðaðu myndina á þessu blaði og þessa slóð http://www.thetech.org/exhibits_events/online/genome/intro4.html
og svaraðu síðan þessum spurningum
1) Hvar
er litninga að finna?
2) Hvernig
eru litningar byggðir upp?
3) Hvað
eru margir litningar í húðfrumu mannsins?
|
Stöð 7 Mismunandi frumugerðir - Blóðfrumur |
Myndin er
af blóðkornum, örvarnar vísa á hvít blóðkorn
Skoðaðu blóðsýni í ljóssmásjá við 400x stækkun. Berðu þetta sýni saman við mynd 4.16 á bls. 76 í kennslubókinni.
1) Hvaða frumur sérðu í
sýninu?
2) Teiknaðu upp einfalda
skýringarmynd.
3) Hver eru hlutverk
þessara fruma.
|
Stöð 8 Mismunandi frumugerðir - varafrumur |
Myndin
er af neðra borði laufblaðs og sýnir varafrumur
Plöntur
mynda lífræn efni úr ólífrænu við ljóstillífun.
Eitt af hráefnunum er koldíoxíð (lofttegund) sem kemur úr andrúmsloftinu
og eitt af myndunarefnunum er súrefni (lofttegund) sem berst út í andrúmsloftið. Þetta sýni er tekið af neðra borði laufblaðs,
skoðaðu sýnið vel. Í kennslubókinni á bls. 78 er sagt frá því hvernig plöntur taka inn koldíoxíð
og á bls. 71 er mynd af innri gerð laufblaðs (mynd
4.9)
1. Teiknaðu
mynda af frumunum sem þú sérð.
2. Hvernig
berst koldíoxíð til plöntufruma og hvernig berst súrefnið frá þeim.
|
Stöð 9 Mismunandi frumugerðir - Taugafrumur |
Myndin er af taugafrumu
Í kennslubókinni á bls. 73-76 er fjallað um
taugafrumur.
1.
Teiknaðu
mynd af taugafrumu. Merktu inn á myndina
íslensk nöfn helstu frumuhluta. Notaðu
myndina hér að ofan þér til hjálpar og einnig mynd 4.14 í kennslubók á bls. 75.
2.
Hvert er
hlutverk taugafruma
|
Stöð 10 Skipulag lífsins |
Myndin sýnir þekjuvef
Minnsta eining lífsins er fruma.
Fruma er gerð úr smærri einingum og saman mynda margar frumur
fjölfrumung. Í kennslubókinni á bls. 79 er mynd af skipulagi flókinnar lífveru (mynd
4.18). Síðan eru þessi skipulagsstig
skilgreind á bls. 67.
1.
Hver er
munurinn á ein- og fjölfrumungum.
2.
Greindu
frá helstu skipulagsstigum fjölfrumunga.
Dæmi:
Frumeind
↓
Sameind
↓
o.s.frv
↓