Til baka 
 
Silfur - Ag

Sætistala: 47

Atómmassi: 107,9 u

Bygging atómsins:

Silfur hefur 2 rafeindir á fyrsta hvolfi, 8 rafeindir á öðrum hvolfi, 18 rafeindir á þriðja og fjórða hvolfi og 1 rafeind á fimmta hvolfi.


Hvernig nafn silfurs er tilkomið:

Ekki er vitað hverjir uppgötvuðu silfrið en það hefur verið þekkt í margar aldir og er meðal annars talað um það í Genesis fyrstu bók Móses.

Nafnið silfur kemur úr engilsaxnesku, af orðinu seolfo. Ag, tákn silfurs er stytting á latneska orðinu argentum.

Hvar silfur er að finna í náttúrunni:

Silfur hefur hæstu rafmagns- og hita leiðslu af öllum málmum. Það er að finna víða í náttúrunni en töluvert minna er til af silfri en af öðrum málmum.

Hvernig silfur er notað:

Silfur er eitt af frumefnunum. Silfur er hvítur gljáandi málmur og er mjög vinsælt í skartgripi. Ásamt gulli er silfur flokkað í eitt af dýrmætu málmunum. Vegna síns fallega gljáa hefur það verið notað öldum saman við framleiðslu á myntum, skrautgripum og skartgripum. Silfur er notað í skartgripi, ljósmyndun og rafmagns leiðara.

Annað forvitnilegt um silfur:

Fallegur gljái silfursins stafar af myndun rafmagns í því. Rafmagnið gerir það að verkum að öll ljós sem hafa bylgjulengdir minna en 3000 angstroms endurkastast af málminum. Þar sem 3000 angstroms eru í útfjólubláa litrófinu gerir það að verkum að öll ljós sem við greinum endurkastast mjög vel og framkallar hvítan gljáa.
Silfur bráðnar við 962° C. Það hefur þéttleikann 10.49 grömm á tenings sentímeter og er því léttast af dýrmætum málmum.
Ég valdi silfur vegna þess að mér finnst silfurskartgripir fallegir og mér fannst áhugavert að fá að vita meira um silfrið.

Heimildaskrá:

  1. Yinon Bentor. Chemical elements. Skoðuð 28 júlí 2005. http://www.chemicalelements.com/elements/ag.html
  2. Silver (A), Encyclopædia Brittanica. Skoðuð 28 júlí 2005. http://search.eb.com/eb/article?tocId=9067807&query=Silver&ct=eb

Höfundur: Margrét Þorbjörnsdóttir, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, júlí 2005/SK