Til baka 
 
Súrefni - O

Sætistala: 8

Atómmassi: 15,99944 u

Eðlismassi: 0,001429 gr á hvern sentimeter

Bræðslumark: -218,4°C eða -361.82°F

Suðumark: -183,0°C
eða -297.31°F

Bygging atómsins:

Það hefur 8 róteindir og 8 nifteindir

Hvernig nafn súrefnis er tilkomið:

Nafnið Oxygen kemur frá grísku orðunum oxys og genes, sem þýða súrt efni og myndun.

Hvar súrefni er að finna í náttúrunni:

Súrefni er að finna í andrúmsloftinu sem efnasambandið O2

Hvernig súrefni er notað:

Súrefni er í uppáhaldi hjá mér vegna þess, að án þess gætum við ekki lifað. Við öndum að okkur súrefni og drekkum það einnig, leyfið mér að útskýra.
Súrefni eða Oxygen eins og það heitir á ensku er mikilvægt fyrir flest öll dýr og plönntur á jörðinni.Við gætum t.d. ekki svalað þorsta okkar með vatni því vatn er úr súrefni og vetni, og við gætum bara ekki andað yfir höfuð, ef ekkert súrefni væri á jörðinni.

Þegar við öndum að okkur, þá öndum við að okkur tveimur súrefnistegundum. Sem eru Súrefni og koldíoxíð. En þegar við öndum frá okkur, þá er líkaminn að losa sig við koldíoxíð.

Þannig að súrefni er nauðsynlegt, svo við getum lifað af.


Annað forvitnilegt um súrefni:

Þegar eitthvað er brennt, þá er verið að binda það við súrefni.

Heimildaskrá:

Höfundur: Unnur Hlín Jónsdóttir, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, júlí 2005/SK