Til baka 
 
 
Helíum - He

 

Sætistala: 2
Atómmassi:

Bygging atómsins: Helíum hefur sætistöluna 2 og er rafeindaskipan þess eftirfarandi: (mynd 1)

Mynd 1; Rafeindaskipan-helíums


Helíum hefur verið nefnt óeldfima gasið.Helíum er skemmtilegt efni sem kemur til ýmissa nota, því er sprautað í blöðrur, svo þær megi fljúga, aðrir sjúga efnið niður í lúngu, sem gerir það að verkum að röddin breytist og verður ansi skemmtileg en einnig má nota efnið til fleirri og nytsamlegri hluta. Helíum er lyktar-og litarlaust efni sem finnst í andrúmsloftinu, það er ekki hættulegt heilsu manna. Efnið er óbrennandi og ekki sprengifimt. Eðlismassi helíums er 4,002602 g/cm3 og þar af léttara en súrefni (sem gerir það að verkum að helíumfyllt blaðra geti svifið).


Helíum var uppgötvað 1895 og er nafn þess ekki dregið af neinu sérstöku, heldur var efninu einfaldlega gefið þetta nafn. Síðan helíum var uppgötvað, hefur það komið til ýmissra nota, það er t.a.m. mikið notað í lághitarannsóknum sökum þess hversu mikinn kulda þarf til þess að efnið frjósi. Einnig hefur helíum verið notað til að halda loftförum á floti (mynd 2).

Mynd 2

Helíum finnst í einhverju magni í öllum gastegundum, og einnig í súrefni. Til eru verksmiðjur hér og þar um heiminn sem hafa það hlutverk að aðskilja helíum frá öðrum efnum svo að við getum talað asnalega og flogið í heimskulegum farartækjum.

 

Höfundur: Gunnlaugur Sölvason, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK