Til baka 
 
 
Kalíum - K

 

Sætistala: 19
Atómmassi: 39

Bygging atómsins: Kalíum er í lotu 4 og flokki 1 í lotukerfinu. Atómassi Kalíums er 39 og massatalan er 38. Innri gerð atómsins: 19p+, 19n og 19e-. Kalíum er silfurgrátt á litinn.


Kalíum kallast alkalímálmur og hann er hvarfgjarn. Af því að hann er hvarfgjarn vill hann umfram allt taka þátt í efnahvörfum. Þessvegna þarf að verja hann fyrir snertingu, raka og andrúmslofti með því að geyma hann í olíu, ef hann kemst í snertingu við andrúmsloftið hvítnar hann mjög fljótt. Af því að Kalíum er hvarfgjarn þá hvarfast hann auðveldlega við vatn og myndast þá vetni. Kalíum er mjög mjúkur málmu, það er meira að segja hægt að skera hann í sundur.


Öll frumefni í 1.flokk í lotukerfinu (Li, Na, K, Rb og Cs) hafa sömu efnaeiginleika.

  • Þau eru gljáandi og hvítna fljótt er þeir komast í snertingu við andrúmsloftið (það þarf að geyma þá í olíu).
  • Eru mjúkir og hægt að skera þá í sundur.
  • Eru mjög hvarfgjarnir.

 

Höfundur: Snærún Ösp, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK