Til baka
 

 

Súrefni - O

 

Sætistala: 8
Atómmassi: 15,999

Súrefni er frumefni og efnatáknið er O, eðlismassi 1,429 g/l, bræðslumark -218,4°c, suðumark -183,0°C. Það er málmleysingi, lofttegund og tvígilt í efnasamböndum.

Súrefni við yfirborð jarðar og í neðri lögum lofthjúps er nær eingöngu tvíatóma súrefni (O2), sem yfirleitt er nefnt súrefni. Í efri hluta lofthjúpsins er einnig einatóma súrefni (O) og þríatóma súrefni, óson (O3). O2 er lit- og lyktarlaust. Súrefni er 23% af massa lofthjúps jarðar, 86% af massa sjávar og 47% af massa jarðskorpunnar. Allar lífverur eru gerðar úr súrefnissamböndum.


Höfundur: Þorbjörg María Ólafsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK