Til baka 
 
 
Kalíum - K

 

Sætistala: 10
Atómmassi: 20,118


Kalíum er sú innanfrumujón sem mest er af í líkamanum. Þrátt fyrir að aðeins 2% af heildar kalíummagni líkamans sé í utanfrumuvökvanum þá er kalíumstyrkur í þessum vökva gífurlega mikilvægur fyrir virkni vefja sérstaklega fyrir taugar og vöðva. Þ.a.l. getur aukning eða minnkun í utanfrumustyrk kalíum valdið óeðlilegum takti hjartans og óeðlilegum samdrætti beinagrindarvöðva.
Heilbrigður einstaklingur viðheldur kalíumjafnvægi með því að seyta út daglega magni af kalíum í þvagi til jafns við það magn sem innbyrgt er mínus það magn sem losnar út með hægðum og svita.


Líkaminn verður að fá ýmis nauðsynleg efni eins og til dæmis NaCl og kalíum úr fæðunni því hann getur ekki myndað þessi efni sjálfur. Þegar við innbyrðum þessi efni endurupptakast þau frá meltingarveginum og fara þaðan út í blóðið. Blóðið fer svo í gegnum nýrun þar sem það er síað. Nýrnapíplur vinsa svo úr hvað á að vera í líkamanum og hvað á að skiljast út, meiri hlutinn er þó tekinn upp í blóðið á ný. Að lokum fer afgangurinn út sem þvag. Eitt aðalhlutverk nýrnanna er því að hafa gætur á efnasamsetningu blóðs og sjá um að rétt hlutfall haldist milli vatns og salta.


Höfundur: Elín Inga Stígsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK