Til baka 
 
 
Kísill - Si

 

Sætistala: 14
Atómmassi:

Bygging atóms: Það eru 14 rafeindir ,14 róteindir og 14 nifteindir í atóminu. Rafeindirnar eru 2 á fyrsta hvolfi, 8 á því næsta og 4 yst.

Kísill hefur eðlismassann 28,086

Frumefnið kísill (e. silicon, L. silex, silicis, flint) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri.

Davy hélt um 1800 að kísill væri efnablanda en ekki frumefni; seinna, eða um 1811 náðu Gay Lussac og Thenard að ábyggilega að vinna óhreinan formlausan kísil með því að hita kalíum og kísilfkóroxíð. Berzelíus sem hefur fengið heiðurinn af uppgötvuninni náði hinsvegar árið 1824 áð vinna formlausan kísil með sömu aðferð, en hann náði að fá hreint efni með hreinsunarferli sem fól í sé síendurtekna skolun. Deville náði fyrstur manna að kristalla kísil eða árið 1854.

Það er mikið af kísil í sólinni eins og í öðrum stjörnum og er uppistaðan í
loftsteinategund sem kallast "aerolites", kísill er 25,7 % af þyngd jarðskorpunnar og er annað algengasta frumefnið á eftir súrefni, það finnst
ekki hreint í náttúrunni en er helst í formi oxíða og fjóroxíða SiO4. Oxíð má finna t.d. í sandi, kvars, agant, tinnu og jaspis. Granít, hornblendi, asbest, feldspat, leir gljásteinn eru bara nokkur af kísilfjóroxíð steinefnum.

Kísill er framleiddur með því að bræða kísl og kolefni í rafmagnsbræðsluofni með kolefnisrafskautum, en nokkrar aðrar aðferðir eru til staðar. Formlausan kísil má vinna sem brúnlitað púður sem auðvelt er að bræða og þurrgufa, kristallaður kísill lítur út eins og málmur með gráan gljáa. Vetnisbundinn kísill er notaður við að vinna raforku úr sólarljósi.

Þetta er eitt mest notaða frumefnið því í formi sands og leirs er það notað
í steypu og múrsteina og sem gler má móta það og nýta í næstum hvað sem
manni dettur í hug, það er líka stór hluti af beinagrind dýra þar á meðal
mannsins.

Bláa lóns kísillinn er 100% náttúrulegur leir, frá heilsulindinni Bláa lóninu. Hann inniheldur kísil, sölt, vatn og þörung frá Bláa Lóninu. pH gildi hans er 7,2 og er hann ilmefnalaus og ofnæmisprófaður. Vegna eigileika kísilsins hentar hann sérstaklega vel til afhreistrunar og er mælt með notkun hans á psoriasisbletti til að fjarlægja dauðar húðfrumur og draga þannig úr hreisturmyndun. Þá hentar kísillinn vel til húðhreinsunar fyrir óhreina húð og á unglingabólur, en hann dregur í sig umframfitu og óhreinindi.

Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt út frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og um 25.000 tonn af kísilgúr eru framleidd í kísiliðjunni við Mývatn. Í náttúrunni finnst kísill aðeins í efnasamböndum, aðallega með súrefni. Hreinan kísil er hægt að einangra úr slíkum náttúrulegum efnasamböndum og er hann glansandi að sjá - líkt og málmur - og hefur sérstaka rafleiðnieiginleika. Inni í langflestum tölvukubbum og öðrum örrásum eru þunnar kísilflögur sem sagaðar eru úr feiknastórum og ofurhreinum kísilkristöllum.

Orðið Kísill kemur fyrir i islensku máli í Orðabók Háskólans og er það að
finna i mörgum orðasamböndum alveg frá 18.öld. (sjá orðaskýringar)

Dæmi Orðmynd Heimild
Kísill er ein stein-tegund, sem er tinnukyns; hann er bædi ávalhnøttóttur,
svo sem egg, eda rettbøllóttr. kísill LFR III, 33 Aldur: 18s
þegar hreinn kobollti, glerjørd, (kísill), og pottaska smeltaz til samans í
deiglu yfir eldi, setz blátt glas ofaná í deiglunni. kísill LFR IX, 158
Aldur: 18s
Kísill (Kiesel, Silicium). kísill FEðl , 23 Aldur: 19m
Kalkið í beinunum er blandað ýmsum efnum [...] og í því er [...] lítið eitt
af kísil. kísil PJNátt , 11 Aldur: 19s
Enn minna er af kísil (SiO$_{2}$) í sjónum; þó lifir sægur af smádýrum
(kísilsvampar og radíólaría) og jurtum (kísilölgur eða díatomeur) í sjónum.
kísil Náttúrufr 1931, 169 Aldur: 20f
En Mendelejeff sá, að eiginleikar þess [::títans] voru svipaðir eginleikum
kolefnis og kísils. kísils AlfrAB 21, 37 Aldur: 20m
frumefna sem minna á málma, eins og t.d. german og kísill. kísill AlfrAB
21, 105 Aldur: 20m

Kísill, markstafir Si (silicium), dregið af silex, sem þýðir tinna. kísill
AlfrAB 21, 139 Aldur: 20m
leir hér er ekki nógu kísilauðugur til sementsframleiðslu og þarf því að
blanda í hann kísil. kísil Andv 1941, 87 Aldur: 20m
Kísillinn er jafnan mjög frauðkenndur í slíkum myndunum og er kallaður
hverahrúður. kísillinn GKjartÁrn , 241 Aldur: 20m
Þeir eru einfruma plöntur, og vaxa um þá skeljar úr ópalkenndum kísli.
kísli NáttÍsl , 137 Aldur: 20m
Í þessu sniði skiptast á leirkennd lög og lög úr nær hreinum kísli. kísli
Náttúrufr 1949, 36 Aldur: 20m
Sums staðar eru bilin milli bólstranna fyllt kalki eða kísli. kísli
Náttúrufr 1955, 232 Aldur: 20m
Náttúrufróðir menn segja, að þetta komi af því, að hveravatnið hafi í sér
fólgið efni það, eða jarðartegund, er þeir kalla ,,kisel``. Náttúrufr
1950, 165 (1848)Aldur: 20m
Lítið mun þó vera til af hreinum kísil. kísil TímVerk 1962, 43 Aldur: 20m
lýsir útfelling þessi sér þannig, að kísillinn sezt innan í allar pípur og
ofna. kísillinn TímVerk 1943, 2 Aldur: 20m
Hitun upp í 1100°C hefur þau áhrif, að hinn amorfi kísill tekur nokkrum
breytingum. kísill TímVerk 1959, 23 Aldur: 20m
hvítt leirlag, sem raunar er kísill (barnamold). kísill ÁrbFerð 1958, 43
Aldur: 20m

kísilgúr: leðja smásærra kísilþörunga sem fellur á botn stöðuvatna
kísilhrúður: frauðkenndur kísill eða ópall sem myndar útfellingar við hveri.

Heimildir: Vefleiðangur um frumefnin. OrðabókHáskólans
http://www.blaalonid.is/vorur/. -www.vísindavefur.hi.is/svar.asp.


Höfundur: Ragna Valdemarsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK