Til baka
 

 

Gull - Au

 

Sćtistala: 79
Atómmassi: 196,9665

Bygging atómsins: Rafeindir þess raðast upp á 6 hvolf í þessari röð (frá innsta hvolfi til þess ysta) 2,8,18,32,18,1. Það hefur 1 gildisrafeind, og það flokkast undir hliðarmálma.

Gull finnst mjög víða t.d. í æðum og í möl í árfarvegum og er yfirleitt alltaf í samböndum við önnur efni en finnst þó sem hreinn málmur úti í náttúrunni. Einnig er það í sjónum í magni upp að 0,1 til 2 mg í tonni, eftir því hvar sýnið er tekið en ekki er ennþá búið að finna hagkvæma leið til að vinna gull úr sjó. Gull er hreinsað frá grjóti og öðrum steinefnum með námugreftri og með því að velta því í pönnum. Málmurinn sjálfur er svo unninn úr málmgrýtinu með því að blanda blásýru eða kvikasilfri við það eða með bræðslu. Hreinsunin er þó einnig oft framkvæmd með rafsundrun. U.þ.b. 2/3 af því gulli sem hefur fundist í heiminum kemur frá Suður-Afríku og ca. 2/3 af gullvinnslu Bandaríkjanna koma frá Suður Dakota og Nevada.

Gull er teygjanlegasti og þynnanlegasti málmurinn; eina únsu af gulli er hægt að þynna út á 300 ferfet. Auk þess leiðir gull hita og rafmagn vel og tærist ekki auðveldlega. Þegar gull er notað í skartgripi, skreytingar, tannlækningar og til húðunar er það yfirleitt blandað öðrum málmum eins og silfri (Ag), platínu (Pt), sinki (Zn) eða kopar (Cu). Í kringum 3000 fyrir Krist voru gullhringar notaðir sem gjaldmiðill í Egyptalandi og Mesópótamíu, þar sem Írak er núna, en gullið kom að mestu frá Egyptalandi. Algengt var að slá myntir úr gullinu eða skreyta vopn, styttur og skartgripi með því.

Mælieiningin karat er notuð til þess að lýsa hreinleika blöndunnar og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Í 12 karata gullhring er gullið um helmingur blöndunnar eða 12/24.

Áhugaverðir punktar:

Um 45 prósent af öllu gulli sem til er í heiminum er í eigu ríkja og seðlabanka.

Hreint gull er óneitanlega fegursta frumefnið.

Ef öllu gulli sem hefur verið unnið væri safnað saman kæmist það fyrir í einum klumpi sem væri 18 metrar á kant.

Höfundur: Edda Andrésdóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK