Til baka
 

 

Járn - Fe

 

Sćtistala: 26
Atómmassi: 55,874

Bygging atómsins: Járnatómið er frekar smátt. Rafeindaskipan járns er 2-8-14-2, það er að segja tvær rafeindir á fyrsta hvolfi, átta á öðru, fjórtán á þriðju og svo tvær á því síðasta( 2 gildisrafeindir).

Járn (Fe) er hliðarmálmur. Eðlisvarmi járns við staðalaðstæður er 0,11 kal/(g*°C). Hreint járn er ekki mjög hart og er frá 4 til 5 á Moore skalanum. Það er mjúkt og sveigjanlegt sem gerir mönnum auðveldara að vinna með það. Bræðslumark járns er 1535°C og suðumark er 2750° og eðlismassi þess 7,86 g/cm3. Efnafræðilega er járn virkt. Það getur hvarfast við alla Halogenana (flúor, klór, króm, joð, astidine) súlfið, fosfór, kolefni og sílikon.

Járn er bæði að finna sem járn(II) (Fe2+) og járn(III) (Fe3+). Járn er um 5% af massa jarðskorpunar og er líklega það frumefni sem er mest er af í jarðkúlunni allri.

Járn er mest notað þegar það er búið að vinna það meira t.d. smíðajárn og stál. Járn er líka galvaniserað og notað í allskonar iðnaði, einnig er það notað í rafsegla. Járn er líka notað í lækningum t.d. við blóðleysi þegar magn hemoglóbíns eða rauðra blóðkorna er of lítið er gefið járn. Járn er líka notað í allskonar fjörefnislyfjum. En það sem fáir vita að járn hefur verið notað í vopn hljóðfæri og mörg önnur áhöld frá forsögulegum tíma. Til eru oxaðir járnbitar sem fundust í Egyptalandi og talið er að þeir séu frá því um 4000 fyrir Krist. Ljóst er að menn hafa lengi notað járn og með tímanum urði menn færari um að vinna það og talið er að landnámsmenn hafi unnið járn úr mýrarrauða en slíkt járn varð fljótt að ryðga. En í tímans tönn hafa menn ýmist húðað það með öðrum málmtegundum eða blandað það öðrum málum svo það ryðgi síður.

Höfundur: Bjarni Ólafur Eiríksson, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK