Til baka 
 

 

Gull - Au


Sćtistala: 79
Atómmassi: 197

Bygging atómsins: Sætistalan er 79 og því er fjöldi róteinda og rafeinda 79. Nifteindirnar eru 118.



Gull er þjálasti og mýksti málmurinn. Vegna þess hversu mjúkur hann er þarf oft að blanda hann öðrum málmum til þess að gera hann sterkari. Gull leiðir rafmagn og hita einstaklega vel en súrefni og önnur virk efni hafa engin áhrif á hann. Litur þess er einkennandi fyrir málminn, gulllitur.

Gull finnst víðsvegar í heiminum en 2/3 hlutar alls gulls kemur frá Suður Afríku en 2/3 af Amerískuframleiðslunni kemur frá South Dakota og Nevada. Einnig finnst gull í sjó en ennþá hefur ekki fundist nógu góð aðferð til þess að skilja gullið frá sjónum.

Gull hefur verið þekkt og mikils metið frá örófi alda og má kannski þakka því hversu auðmótanlegt það er auk þess sem liturinn og gljáinn gleður augað.

Nokkur dæmi um notkunarmöguleika gulls:

    • Myntgerð.
    • Skartgripagerð.
    • Til tannlækninga.
    • 198 Au er notað til meðferðar á krabbameini.

     


Höfundur: Laufey Hlín Björgvinsdóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK