Til baka 
 

 

Bór - B


Sćtistala: 5
Atómmassi: 10,81

Bygging atómsins: Rafeindaskipan 2-3

Bór er nefnt á arabísku Buraq og persnesku Burah. Bórsambönd hafa verið þekkt um árþúsundir, en frumefnið var ekki uppgötvað fyrr en 1808 af Sir Humphrey Davy og einnig af Gay-Lussac og Thenard. Frumefnið finnst ekki hreint í náttúrunni, en birtist sem bórsýra, venjulega í sérstöku hveravatni og sem bóröt í kólematíni (sem bórax er unnið úr). Úlexít, (vatnsbundið natríum og kalsíumbórat), annað bórsamband, er athyglisvert, þar sem það er útgáfa náttúrunnar sjálfrar af "ljósleiðara".

Mikilvægar bóruppsprettur eru jarðefnið rasorít (kernít) og tinkal (bóraxleir). Báðar þessar grýtistegundir er að finna í Mohaveeyðimörkinni (Bandaríkjunum). Tincal er mikilvægasta bóruppsprettan í Mohave-eyðimörkinni. Bórauðugur jarðvegur er einnig á víðlendum svæðum í Tyrklandi. Í náttúrunni finnst bór sem 19,78% 10B samsæta og 80,22% 11B samsæta. Unnt er að framleiða hágæða kristallað bór með eimingu á bórþríklóríði eða þríbrómíði með vetni á rafhituðum málmþráðum. Óhreint eða ókristallað bróm, svarbrúnt duft, má fá með því að hita þríoxíðið með magnesíumdufti. 99,9999%. Hreint bór hefur verið framleitt og er fáanlegt sem markaðsvara. Hreint bór hefur orkubandbil 1,50 til 1,56 eV sem er hærra en bæði kísill og germaníum.

Það hefur athyglisverða ljósfræðilega (optíska) eiginleika, sendir frá sér hluta af innrauðu ljósi og er lélegur rafleiðari við herbergishita, en góður leiðari við hátt hitastig. Ókristallað bór er notað í (neyðar)blys og gefur áberandi grænan lit, og sem kveikiefni í eldflaugar.

Langsamlega mikilvægast sem söluvarningur er bórsambandið Na2B4O7.5H2O. Þetta pentahýdrat (penta= 5) er notað í miklu magni við framleiðslu á trefjagleri í einangrun og natríumperbórat-bleikiefni. Bórsýra er líka mikilvægt bórsamband og mikið af því selt til notkunar í vefnaðarvörur. Mælt í peningum og tonnum fer ekki mikið fyrir því bóri sem notað er í framleiðslu á vægum sótthreinsunarefnum. Bórsambönd eru líka mikið notuð við framleiðslu á bórsílíkatgleraugum. Önnur bórsambönd lofa góðu í meðferð viðliðagigt.

Samsætan bór-10 er notuð sem hemill í kjarnorkuofnum, sem vörn gegn kjarnageislun, og í tæki sem notuð eru til að finna nifteindir. Bórnítríð er búið athyglisverðum eiginleikum svo það má nota til að fremleiða efni eins hart og demanta. Nítríð hagar sér líkt og rafeinangrun, en leiðir hita líkt og málmur. Það hefur líka smurningseiginleika svipað og grafít. Hýdríðin oxast auðveldlega með umtalsverðri orkuútlausn, og hafa verið rannsökuð til notkunar sem eldflaugaeldsneyti. Vaxandi spurn er eftir bórglóþráðum, léttu og mjög sterku efni sem einkum er notað í hágæða- geimtæknivirki. Bór er sambærilegt kolefni hvað snertir hæfileika til að mynda stöðug samgildistengd sameindakerfi. Karbónöt, málmbóröt, fosfakarbónöt og aðrir hópar mynda þúsundir sambanda. Kristallað bór (99%) kostar um 5 dollara grammið. Ókristallað bór kostar um 2 dollara grammið.

Sem frumefni telst bór ekki hafa eiturverkanir, og það krefst ekki sérstakrar aðgæslu við meðhöndlun. En sum hinna flóknari bórvetnissambanda eru tvímælalaust eitruð og krefjast aðgæslu.

Heimildir: N ámsvefur FA/ lotukerfið/ B

Höfundur: Björk Önnudóttir, Nát123

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK