Til baka 
 
 
Beryllium - Be

 

Sætistala: 4
Atómmassi: 9,01218

Bygging atóms: Beryllium hefur 4 róteindir 5,01 (meðaltal) nifteindir og 4 rafeindir. Það eru 2 rafeindir á fyrsta hvolfiog 2 á öðru hvolfi.

Flokkur: hvarfgjarnir jarðmálmar

Efnið var fyrst uppgötvað í beryl og emeröldum árið 1798 en ekki náðist að einangra það fyrr en 30 árum seinna eða 1828.

Finna má Beryllium í um 30 tegundum jarðmálmssteina. Aðaltegundirnar eru Bertandite, Beryl, Chrysoberyl, Phenasite einnig í Aquamarine “gimstein” og Emerald sem eru dýrmætustu form Beryl.

Málmurinn er aðallega gerður með því að draga úr beryllium fluoride með magnesium málmi.

Málmurinn er stál grár að lit og er einn af léttustu málmtegundum sem til eru og er mjög harður að hann rispar gler, annað sem hann hefur umfram aðra málma er hátt bræðslumark, en hefur hann það hæsta af léttmálmum og breytir sér til að mynda ekki í vatni né gufu þó hann sé fullhitaður.

Notkunareiginleikar Berylliums eru margir og efnið alveg stórbrotið vegna hörkunnar sem það hefur og einnig vegna léttleikans enda er það notað í rúður, flugvélar, geimflaugar og gervihnetti.

Beryllium er líka blandað saman við Eir og búið til úrfjaðrir þar sem sú blanda segulmagnast varla og stenst því mun fleiri álagshringi en stálfjaðrir.

Ni-Be blöndur eru bæði harðar og tæringarþolnar og eru notaðar í skurðstofuhnífa.

Þegar Beryllium er blandað við Kopar er það notað í ýmsa tölvuhluti og tæki vegna styrkleika síns einnig er það afoxandi og hefur hæfni til bindingar við brennistein

Obb obb obb það verður að vara sig á því, það getur nefnilega líka verið baneitrað ef beryllium málm ryki er andað að sér, getur það valdið lungnaskemmdum.

beryllium salt er mjög eitrað og ætti að forðast eins og eldinn.

Beryllium efnið mitt er eignilega ótrúlegasta efni því við notum það á einhvern hátt sama hvort við erum heima við í tölvunni á ferðalagi milli landa eða úti í geimnum, það kemur allsstaðar við sögu.


Höfundur: Bergþóra A. Hilmarsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK