Til baka 
 

 

Sesíum - Cs


Sćtistala:
Atómmassi:

Frumefnin sex, sem eru næst við og á eftir eðallofttegundum, eru liþíum, natríum, kalíum, rúbidíum, sesíum og fransíum. Þessi frumefni hafa svipaða efnaeiginleika og eru kölluð alkalíefni eða alkalímálmar. Þessi frumefni eru nágrannar eðallofttegundanna. Maður getur skilið efnaeiginleika þeirra út frá sérstökum stöðugleika 1+ jónanna, sem hafa sömu elektrónuskipan og eðallofttegundirnar. Öll alkalíefnin eru málmar. Þegar yfirborð málmanna er hreint, hafa þeir skínandi, silfurlitaðan gljáa. Málmarnir eru ágæti raf- og varmaleiðarar. Þeir eru linir og sveigjanlegir og hafa lágt bræðslumark (samanborið við flesta aðra málma sem frumefni).

Sesium er silfurhvítur alkalímálmur í 6. lotu; eingilt í efnasamböndum. Enginn annar málmur hefur eins lágt bræðslumark (28,7°C), að kvikasilfri einu undanskildu. Í kringum 28°C (82°F) bráðnar sesium og í kringum 669°C sýður sesium.

Aðalgildi sesiums er í ljósröfuðum hólfum þar sem tekið er mið af kostum þess að sesium, málmurinn einkennist einnig af litrófi sem inniheldur tvær bjartar bláar línur ásamt nokkrum rauðum, gulum og grænum línum, ásamt öðrum alkalímálmum og gefur frá sér rafeindir þegar það er lýst (upp) með sjáanlegu ljósi. Af sömu ástæðu er það mikið notað í hljóðnema á video-upptökuvélum. Sesium salt blandað við afoxandi afl sér fyrir uppsprettu af sesium málmi til notkunar til að ná upp síðustu ögnunum af gasi í rafeindalömpum.

Snemma á sjöunda áratugnum jókst áhuginn á sesium-137 sem uppsprettu af gammageislum bæði fyrir læknisfræðilegra og iðnaðarlegra geislunarfræða. Kostir sesiums-137 fram yfir cobalt-60 fyrir slík fræði er lengri helmingunar tími þess, sem er 30 ár.

Sesíum er meðal annars notað í ljósnema í rafeindaiðnaði. Cesium gufa er notuð í atómklukkur, en þær eru svo nákvæmar að það skakkar einungis 5 sekúndum á 300 árum. Aðal blöndunar efni eru klóríð og nítrat.

Þar sem hægt er að finna sesium í sem mestu magni í náttúrulegri auðlind er í hinni sjaldgæfu steintegund pollux. Málmgrýti af þessari steintegund finnst á eyjunni Elbu og inniheldur 34 % af sesium oxíði; ameríska málmgrýtið af pollux, finnst í Maine og suður Dakota, inniheldur 13 % af sesium oxíði.

Ein af auðugustu auðlindum heims af sesium er að finna í Bernic Lake í Manitoba. Áætlað er að setlögin í jörðinni innihaldi um þrjúhundruð þúsund tonn af pollucite (pollux) sem er um 20 % sesium en hlutfallslega lítil verslunarnot eru af sesium málmi eða innihaldi hans út af fágæti sesiums.


Heimildir:
http://notendur.snerpa.is/ingvis/cesium_efni.html
http://visindavefur.is/


Höfundur: Elvar Þór Friðriksson, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK