Til baka 
 

 

Vetni - H


Sćtistala:
Atómmassi:

Bygging atómsins: Í kjarna þess er ein prótóna og um hana snýst ein rafeind.

Vetni er táknað með H, því það nefnist hydrogen (vatnsmyndandi). Það fannst árið 1766, það er léttasta og þriðja algengasta frumefnið, finnst nálega aldrei óbundið á jörðinni, en sólin og aðrar stjörnur himingeimsins eru næstum því eingöngu úr vetni. Það er samruni vetniskjarna, sem lýsir og hitar upp alheiminn. Vetni hefur algera sérstöðu meðal frumefnanna: það telst ekki til neinnar ættar eða hóps. Því er stundum skipað í hóp með alkalímálmunum sem einnig hafa eina rafeind á ystu braut sinni), en það er einnig gild ástæða til að skipa því í hóp halógenanna: hvert halógen um sig skipar næsta sæti á undan eðallofttegund í frumefnatöflunni, á sama hátt og vetnið.

Vetnið er virk lofttegund, og í sameind þess eru tvær frumeindir, njörvaðar saman. Við mikinn hita renna kjarnar þessara tveggja frumeinda saman, og losnar þá geysimikil orka (eins og í vetnissprengju). Sá hópur frumefna, sem nefndur er halógen, er á sinn hátt eins virkur og vetnið. Þau hafa öll sjö rafeindir á ystu braut sinni, taka því greiðlega til sin rafeind á ystu braut sinni, frá örðum frumeindum og verða rafhlaðnar ,,jónir". Nafnið halógen er dregið af gríska orðinu hals, sem þýðir salt, og viðskeytinu gen (myndun), enda stundum kölluð saltmyndarar. Þessi frumefni eru eindregnir málmleysingjar: svo vel halda þau í ystu rafeindir sínar, að þær tapast sjaldan í skiptum þeirra við frumeindir annarra frumefna. Flúr og klór eru lofttegundir; bróm er eina frumefnið, auk kvikasilfurs, sem er fljótandi við stofuhita; joð og astat eru föst efni. Halógenin eru eitruð, tærandi og sótthreinsandi (joðupplausn)

Kostur vetnis: Vetni er frumefni sem fyrirfinnst í óþrjótandi magni í náttúrunni, einkum í vatni. Með rafgreiningu er vatn klofið í frumeindir sínar, vetni og súrefni. Þegar vetni er brennt í andrúmslofti eða í hreinu súrefni losnar aftur sú orka sem fór í rafgreininguna. Eina úrgangsefnið er vatnsgufa auk þess sem vetni er tiltölulega ódýrt. Fjöldinn allur af bílum, rútum og jafnvel flugvélum sem nota vetni sem orkugjafa hefur þegar verið hannaður og tvær raforkustöðvar hafa verið byggðar í tilraunaskyni, ein í Saudi Arabíu og önnur í Þýskalandi.
Náttúruverndarsinnar hafa löngum verið háværir í mótmælum sínum á móti virkjun hálendisins, þeir segja að þarna séum við að eyðileggja eitt stærsta ósnerta landsvæði í heiminum. En hvað gætum við fengið í staðinn? Við gætum verið að sjá fram á að skapa okkur auðlind þar sem eini úrgangurinn er vatn. Erum við virkilega ekki tilbúin til að fórna afskekktum landsvæðum sem meirihluti Íslendinga á sennilega aldrei eftir að líta augum fyrir auðlind sem gæti í framtíðinni orðið okkar helsta lífsbjörg og verður þar að auki til þess að minnka útblásur mengandi efna út í andrúmsloftið.

Gallar vetnis: Helstu gallar við að nota vetni sem eldsneyti eru t.d. að erfitt er að geyma það vegna þess að það brennur mjög auðveldlega. Þess vegna verður að sjá til þess að ekki komist neistar eða mikill hiti að vetnistankinum. Einnig tekur vetnisgas tiltölulega mikið pláss. Vetni er mjög sjaldgæft óbundið á jörðinni. Þess vegna þarf að framleiða það úr efnum sem innihalda vetni. Þar liggur vatn best við höggi. Framleiðsla vetnis krefst orku og ef sú orka er framleidd með því að brenna olíu eða kolum losnum við ekki alveg við mengunina heldur færum hana aðeins frá bílum til orkuvera. Þess vegna stöndum við Íslendingar betur en flestir aðrir í þessum málum vegna þess að okkar orka kemur ekki frá mengandi orkugjöfum.

Höfundur: Anna Maria Trang, Nát123

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK