Til baka 
 
 
Kvikasilfur - Hg

 

Sætistala: 80
Atómmassi: 200,59

Bygging atómsins: Elektrónuskipan kvikasilfurs er 2-8-18-12-18-2.

Eðlismassinn 13,55 g/ml. Suðumark þessa frumefnis er 356,58°C en bræðslumarkið er - 38,87°C. Kvikasilfur er silfurhvítt á lit. Kvikasildur er hliðarmálmur.

Það fannst fyrst í egypskum grafhýsum árið 1500 f.Kr. Kvikasilfur er eini málmurinn sem er fljótandi við stofuhita og er hann mikið notaður í málmblöndur. Eina algengasta málmblanda úr kvikasilfri er amalgöm, sem er tannfyllingarefni. Kvikasilfursambönd eru meðal annars notuð í rafeindariðnaði, í skordýra - og illgresiseyði og sem litarefni í málningu. Flest kvikasilfursambönd eru eitruð og eru þar af leiðandi gufur kvikasilfurs eitraðar. Kvikasilfur er notað í hitamæla, hitastigsmæla og ýmiss önnur tæki. Það er einnig notað til að búa til kvikasilfurlampa sem eru úrhleðslulampar með óvirkri lofttegund, t.d. argoni. Þessir lampar gefa frá sér bláhvítt ljós og eru notaðir til götulýsingar og sem háfjallasólir.

Höfundar: Helga Kristín Magnúsdóttir og Ingunn Helga Gunnarsdóttir Nát123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK