Til baka 
 

 

Úran - U


Sćtistala: 92
Atómmassi: 238

Bygging atómsins: Sætistala efnisins er 92 sem er þá einnig fjöldi róteinda í kjarna sem og fjöldi rafeinda. Massatalan (atómmassinn) er 238 og því er fjöldi nifteinda í kjarna 146, en þetta er mesti atómmassi þeirra frumefna sem finnst í náttúrunni. Atómið hefur tvær gildisrafeindir (fjöldi rafeinda á ysta hvolfi) og hefur því 2+ hleðslu þegar það verður jón.


Úran er að finna í 7. lotu lotukerfisins í dálki B3.

Þetta frumefni var fundið fyrir árið 1789 af þýskum efnafræðingi, Martin Klaproth, sem nefndi efnið eftir þá nýlega fundinni plánetu, Úranus. Peligot náði að einangra efnið 1841, en það vakti takmarkaðan áhuga þangað til 1. mars 1869, þegar franskur efnafræðingur, Henry Belquerel uppgötvaði geislavirkni í efninu. Allt í einu var úran orðið þekkt frumefni.

Úran er þungur málmur, silfurgrár á lit og geislavirkur eins og áður er sagt. Þetta mun vera baneitrað efni fyrir utan geislavirknina og er mýkra en stál. Hvernig úran varð til eða hvaðan það upphaflega kemur er ekki vitað til hlýtar. Þó þykir ljóst að það hafi verið til í mjög langan tíma. Gul-lituð gler, sögð vera frá árinu 79 e. Kr. hafa fundist nálægt Napólí á Ítalíu. Talið er að úranoxíð hafi verið notað frá því á tímum Rómverja sem litarefni í gler og er reyndar enn þann dag í dag notað á þann hátt.

Úran er algengara en málmar s.s. kvikasilfur og silfur, en álíka algengt og arsen. Efnið er t.d. fundið í ákveðnum steintegundum, brúnkolum og ákveðnum tegundum sands og er hægt að vinna úranið úr þessum efnum. Það að vinna með úran krefst gríðarlegrar þekkingar á meðferð geislavirkra efna.

Úran er geysilega mikilvægt efni við ýmiss konar iðn. Úran er mikilvægt við gerð kjarnorkueldsneytis og er m.a. notað í kjarnorkuofna sem framleiða rafmagn í Bandaríkjunum. Efnið hefur líka verið notað við gerð áttavita og í ljósmyndun. Ákveðið efnasamband úrans hefur einnig verið notað við aldursgreiningu ákveðinna steina.

Að lokum er hægt að geta þess að mikið af innri hita jarðarinnar er talinn stafa af nærveru úrans.

Heimildir:

http://chemlab.pc.maricopa.edu/periodic/U.html

http://pearl1.lanl.gov/periodic/elements/92.html

Rúnar S. Þorvaldsson (2000). Eðlis- og efnafræði. Orka og umhverfi. Iðnú: Reykjavík.


Höfundur: Einar Helgi Marinósson, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK