Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9
Atómmassi: 19

Bygging atómsins: Það eru 2 rafeindir á fyrsta hvolfi og 7 rafeindir á öðru hvolfi.

Flúor er halógenefni og myndar því neikvæðar jónir. Flúor er eitt algengast frumefni jarðarinnar og finnst mjög víða. Svo sem í andrúmslofti, sjó, jarðvegi og í dýra og jurtaríkinu. Aðalflúorgjafi okkar fólksins, er vatn. En drykkjarvatn okkar íslendinga er frekar flúorsnautt. Flúor fæst úr te og fiskmeti þá aðallega úr beinum og roði. Flúor hefur líka verið bætt í matvæli t.d. salt og mjólk. Þá er hægt að fá flúor í töfluformi til inntöku og einnig í meðferð hjá tannlækni. Ekki hefur ennþá verið hægt að sanna að flúorinntaka bæti tannheilsu, eða afsanna að flúor hafi margvísleg skaðleg áhrif á heilsuna. Það eru til staðfest dæmi að börn hafi látist eftir flúormeðferð, það er að þau hafi kingt efninu í stað þess að spíta því út úr sér.

En það var annað og meira sem ég komst að og það er að á árunum 1855-1893 voru fyrst þekktu vandamál vegna flúormengunar frá málbræðslum, en íbúar á tilteknu svæði fengu dæmdar háar skaðabætur vegna heilsuskaða.
Flúoreitrun er vel þekkt á Íslandi og var kallað "Gaddur" en hann var algengur í sauðfé eftir Heklu - og Kötlugos. Flúoreitunin lýsir sér einnig með hvítum blettum í tönnum, kallað "Flúorblettir tanna".
Meðal eituráhrifa flúors er að það veldur ófrjósemi og meðal áhrifa þess er minnkandi sæðisframleiðsla hjá körlum. Flúor er mjög sterkt eiturefni sem safnast fyrir í líkama okkar. Það er eitraðra en blý og úraníum, álíka eitrað og arsenik. Það hefur einnig verið notað sem rottueitur.

Heimild: http://www.msund.is/heild/heilbrigdi/skadvaldar/fluor.htm

Höfundur: María Jensdóttir, NÁT 123.

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/SK