Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9
Atómmassi: 19

Bygging atómsins: Flúor eða fluorine hefur 9 rafeindir, 10 nifteindir og hefur 2 hvolf.

Staðsetning þess í lotukerfinu gefur til kynna að flúor er í flokki halogenefna. Flúor er gulleitt á litinn og getur verið hættulegt.
Flúor er virkast allra málmleysingja og bregst hratt við snertingu á öðrum efnum og þá yfirleitt með bruna. Járn, gler og jafnvel vatn brennur við snertingu flúors og efni einsog asbest glóir ef flúorloft leikur um það.

Efnið var einangrað árið 1866 af Joseph Henri Moissan. Fyrstu ábendingar um notkun flúors í einhverri mynd eru þó frá Georgius Agricola árið 1529. Margar tilraunir voru gerðar af mönnum einsog Davy, Gay-Lussac, Lavoisier og Thenard áður en loks tókst að einangra efnið af Moissan og ekki enduðu allar þessar tilraunir vel.

Fyrir seinni heimstyrjöldina var engin flúorframleiðsla nauðsynleg en margt breyttist þegar byrjað var að byggja kjarnorkuvopn. Nú er flúor framleitt og flutt á milli staða í tonnatali. Einnig er flúor notað við uraníumframleiðslu og yfir hundrað aðrar tegundir efna, t.d margar tegundir af harðplasti líkt og Teflon. Auðvitað er flúor til í mörgum myndum og í glergerð er flúorsýra notuð. Hún kemur t.d. að góðum notum við gerð ljósapera. Í sumum löndum er flúori bætt í drykkjarvatnið til að minnka líkur á tannskemmdum og svo þekkja allir flúortannkremin og munnskolin.

Höfundur: Elísabet Ósk Þormar, NÁT 123.

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/SK