Til baka 
 
 
Silfur - Ag

 

Sætistala silfurs er 47 og er það táknað Ag. Silfur er í flokki B1, sem þýðir að það er í aukaflokki, það er hliðarmálmur.

Atómmassi silfurs er 107,8682u, en massatalan fæst með því að leggja saman fjölda nifteinda- og róteinda.

Bygging atómsins: Í kjarna silfurs eru 47 róteindir og að meðaltali 60,9 nifteindir. Silfur hefur 5 brautir og á þeim eru samtals 47 svífandi rafeindir. Skipan rafeinda er þannig:


Fyrsta braut: 2 rafeindir
Önnur braut: 8 rafeindir
Þriðja braut: 18 rafeindir
Fjórða braut: 18 rafeindir
Fimmta braut: 1 rafeind

Hvernig er nafn þess tilkomið: Óvissa er um uppruna orðsins silfur, tákn frumefnisins er Ag og er stytting úr latneska heitinu argentum sem á uppruna í orðinu argunas úr sanskrít og þýðir skínandi.

Hvar er það að finna í náttúrunni: Í náttúrunni finnst silfur oftst í efnasamböndum en það finnst einnig hreint.

Hvernig er það notað: Silfur er mest notað í ljósmyndaiðnaði en einnig í rafiðnaði og skartgripi og mynt. Það er oftast unnið með blýi, sinki og kopar. Töluvert af því er endurunnið.

Annað forvitnilegt: Bræðslumark silfurs er 691,9°C. Það tilheyrir hópi þjálla málma, er hvítleitt og er bæði ein- og tvígilt í efnasamböndum. Það leiðir varma og rafmagn best allra frumefna. Skírleiki silfurs er hlutur þess í silfurblöndu og er hann talinn í prómillum. Heimsframleiðsla á silfri árið 1984 var 12.500 tonn. Þar af framleiddi Mexíkó 16%, Perú og Sovétríkin 13% hvort, Kanada og USA 10% hvort og Ástralía 8%. Samkvæmt fornleifauppgröftum hefur maðurinn getað aðskilið silfur frá blýi allt frá 3000 f. Kr.
Enska: silver, hollenska: zilver, franska: argent, þýska: Silber, ítalska: argento, portúgalska: prata, spænska: plata, sænska: silver.

Heimildaskrá:


http://www.webelements.com/webelements/elements/text/Ag/key.html
Rúnar S. Þorvaldsson, EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI Orka og umhverfi. Reykjavík 2000
Íslenska alfræðiorðabókin.

Höfundar: Auður Runólfsdóttir, Ásgerður Kristjánsdóttir og Elva Dögg Kristjánsdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK