Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9

Atómmassi: 19,00 u

Bygging atómsins: 9 róteindir í kjarna (9p+), 10 nifteindir í kjarna (10n0), og 9 rafeindir á braut(9e-). Fjöldi brauta eru tvær, á fyrri eru 2e- og seinni 7e-.

Uppáhalds frumefnið mitt (núna) er Flúor. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld klór og joði.

Flúor finnst í litlum mæli í umhverfinu, gróðri, vatni, í hafinu, og fóðri sem skepnurnar fá. Mikið getur verið að flúori í steinefnablöndum og fiskimjöli.

Flúor er óstöðugt efni og finnst í efnasamböndum þ.e. sem flúorið. Það er eitrað í auðleystum efnasamböndum. Efnasamband Natríums og Flúors (NaF) er notað í tannkrem til að draga úr tannskemmdum. Teflon er plastefni þar sem Flúor er eitt aðalefnanna. Flúor tærir platínu sem er annars ónæmt fyrir öðrum efnum. Flúor er með hærri rafneikvæðni en þekkt er hjá öðrum frumefnum.

Henry Moissan frá Frakklandi uppgötvaði flúorið árið 1886.

Vitað er að flúor í ösku veldur eitrunum í dýrum, ef það fer upp fyrir ákveðin mörk í fóðri eða vatni. Svo virðist sem Flúor í mjög litlu mæli sé nauðsynlegt efni fyrir líkamann. Líkaminn losar sig jafnóðum við hluta Flúors með hægðum, svita og þvagi.

Ekki fann ég ástæðuna fyrir því að Flúor heitir Flúor en nafnið er ásamt öðrum frumefnum tengt málmgrýti.

Heimildaskrá:

www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/F.htm
www.cov.is/heilbrigdi/eldgos_03_fluor.htm

Höfundur: Ragnheiður Ólafsdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK