Til baka 
 
 
Kalíum (potassium) - K

 

Sætistala: 19

Atómmassi: 39.098 u

Bygging atómsins: Kalíum (K), öðru nafni potassium (á ensku) hefur sætistöluna 19 í lotukerfinu. Það þýðir að hún hefur 19 róteindir í kjarna og þar af leiðandi 19 rafeindir á 4 brautum umhverfis hann sem skiptast svona: 2(á innstu)-8-8-1(á ystu).
Þar sem atómmassi kalíum er 39.098u þá segir það okkur að nifteindirnar eru oftast 21 en einnig er möguleiki á að þær séu 20 talsins.

Kalíum var uppgötvað árið 1807 af Sir Humphrey Davy. Það var fyrsta steinefnið sem var einangrað með rafsundrun. Það er mjög fyrirferðarmikið í jarðskorpunni og er talið vera um 2.4% af þyngd hennar. Kalíum finnst þó einnig í sjónum en í mjög litlu magni (samanber sodium.) Kalíum er hluti af svokölluðum alkalímálmum, (lithium, sodium, rubidium, cecium og francium) enginn af þeim finnst stakur í náttúrunni. Þar sem aðeins er ein rafeind á ystu rafbraut umhverfis atómið þá gerir það það að verkum að þau bindast öðrum efnum auðveldlega. En notuð er áðurgreind rafsundrun við að skilja það frá.

Alkalímálmar eru linari en aðri málmar og sundrast ef þeir komast í snertingu við vatn.

Kalíum er mest notað sem gróðuráburður, það er mjög stór þáttur í vexti plantna og finnst í flestum jarðvegi.
Kalíum er einnig í mörgum neysluvörum okkar og er eitt af þeim steinefnum sem líkaminn þarfnast.

Heimildaskrá:


Höfundur: Bjarney Bjarnadóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK