Til baka 
 
 
Liþíum - Li

 

Sætistala: 3

Atómmassi: 6,94 u

Bygging atómsins: Liþíum hefur sætistöluna 3 og hefur því 3 róteindir, 1 á fyrsta hvolfi og 2 á öðru hvolfi. Liþíum er til sem tvær samsætur í náttúrunni, bæði með 4 nifteindum og 3 nifteindum

Liþíum var uppgötvað að manni sem heitir Johan August Arfvedson í Svíþjóð árið 1817 og gaf efninu nafn sitt, Liþíum, sem þýðir steinn.

Liþíum er alkalímálmur og er hvarfgjarn. Liþíum er léttasti málmurinn og eiginleikar þess nýtast við virkjun á kjarnorku vegna hitaeiginleika þess. Sjá mynd 1. Liþíum er mjög gagnlegt frumefni og er notað mikið allstaðar í kringum okkur. Liþíum hefur verið notað í málmblöndur, leirvörur, smurningu og vetnissprengjur. Einnig hefur það nýst í lyf gegn liðagigt og geðsjúkdómum. Liþíum er svo notað í ýmis efnasambönd sem geyma orku og dæmi um slíkt efnasamband er Lil sem notað er í rafhlöður, sem m.a. er notað í gsm-síma, ferðatölvur og hjartagangráð. Í dag er mikill hluti af liþíum sem notað er fengið úr saltvatni í Kaliforníu og Nevada í Bandaríkjunum, en annars er það að finna allstaðar í náttúrunni í steinefnum og saltlausnum, en aldrei eitt og sér. Liþíum myndar svart efnasamband ef það kemst í snertingu við vatn og því verður að geyma það í óvirkri olíu.


Mynd 1 sýnir Liþíum



Heimildaskrá:


http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Li.htm
http://visindavefur.hi.is/?id=2178
www.webelements.com

Höfundur: Bára Þórðardóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK