Til baka 
 
 
Súrefni - O

 

Sætistala: 8

Atómmassi: 16,00 u

Bygging atómsins: Sætistala súrefnis er 8. Sætistala gefur upplýsingar um fjölda róteinda í kjarna og fjölda rafeinda í óhlöðnum atómum. Massatala súrefnis er 16. Massatala gefur upplýsingar um massa atómsins sem fæst með samanlögðum fjölda nifteinda og róteinda.
Nifteindafjöldi = massatala-sætistala 16-8 = 8.
Súrefnisatóm hefur 8 róteindir og 8 nifteindir, 2 rafeindir á fyrstu braut og 6 rafeindir á ystu braut, það er 8 rafeindir alls.

Antoine Laurent Lavoisier var efnafræðingur sem taldi að allar sýrur innihéldu súrefni. Orðið oxy-gen er rakið til grísku orðanna oksys(sýra) og gen(að framleiða). Hann nefndi viðkomandi frumefni oxygen eða sýruframleiðandi í samræmi við þessa kenningu sína.

Súrefni finnst allsstaðar í náttúrunni og án þess væri væntanlega ekki mikið líf á jörðinni.

Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183 gráður.
Súrefni frýs við -219 gráður, fljótandi súrefni er fölblátt á litinn og þunnt.

Heimildaskrá:

Lotukerfið
Kennslubók
Náttúrufræðingurinn, tímarit hins íslenska Náttúrufræðifélags


Höfundur: Lovísa Dröfn Lúðvíksdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK