Til baka 
 
 
Súrefni - O

 

Sætistala: 8

Atómmassi: 16,0u

Bygging atómsins: Róteindir 8p+. Rafeindir 8e-. Nifteindir 16,00n0 .

Hvernig er nafn þess tilkomið: Antonie Laurent Lavoisier taldi að allar sýrur innihéldu súrefni. Þremur árum síðar nefndi hann viðkomandi frumefni oxygen. Orðið oxygen er rakið til grísku orðanna oksys (=sýra) og gen (=að framleiða, framleiðandi), þ.e. oxygen þýðir sýru-framleiðandi.

Hvar er það að finna í náttúrunni: Við yfirborð jarðar og í neðri lögun lofthjúpsins er að finna súrefni. Í efri hluta lofthjúpsins er einatóma súrefni (0). Súrefni er algengasta frumefni jarðskorpunnar og eru súrefnisatóm tæp 50% af massa hannar.

Hvernig er það notað: Súrefni losnar út í andrúmsloftið við ljóstillifun og er það bæði dýrum og plöntum nauðsynlegt til öndunar og til að geta lifað. Súrefni er næst algengasta efni gufuhvolsins, og er rúmmálsprósenta þess í loftinu um 21%. Þegar við öndum, berst súrefni inní blóðrásina og flyst með rauðum blóðkornum til frumna líkamans, þar sem það er notað við niðurbrot næringarefna en við það losnar orka. Bruni efna getur ekki átt sér stað nema súrefni tengist efnunum. Þegar það brennur við lífræn efni myndast vatn (H2O) og koltvísirungur (CO2).

Annað forvitnilegt: Uppgötvað af C. Scheele og Priestly í Svíþjóð og Englandi árið 1774.

Heimildaskrá:


Höfundur: Ingveldur Kristjánsdóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK